Alonso: McLaren sigurstranglegt

Alonso frumekur 2007-bíl McLaren á götum Valencia í kvöld.
Alonso frumekur 2007-bíl McLaren á götum Valencia í kvöld. ap

Fernando Alonso segist orðinn nýr maður við það að skipta um lið í formúlunni. Hann keppir fyrir McLaren í ár en varð heimsmeistari ökuþóra undanfarin tvö ár á Renaultbíl. Hann segist stefna á þriðja titilinn í röð og heldur því fram að McLaren sé sigurstranglegt lið.

Er Alonso var spurður að því við frumsýningu 2007-bíls McLaren í Valencia í dag hverjir væru líklegastir í titilslag formúlunnar í ár hikaði hann ekki, heldur sagði: „McLaren. Við. Ég veit ekki hvernig Ferraribíllinn er, eða Renaultinn, en ég hef fulla trú á okkur sjálfum.

Allar upplýsingarnar sem ég hef um árangur af prófunum í vindgöngum og um mótorinn lofa það góðu, að yfirfærist það sem er á pappírunum yfir á brautina þá erum við með mjög góðan bíl.“

McLaren vann ekki eitt einasta mót í fyrra og hafði ekki orðið fyrir slíkri reynslu frá árinu 1996. Á sama tíma voru Alonso og Renault nær óstöðvandi og unnu bæði titil ökuþóra sem bílsmiða.

McLaren eignaðist síðast heimsmeistara ökuþóra árið 1999 í Mika Häkkinen og titil bílsmiða vann liðið síðast árið 1998. Hvað mótssigra hafa þó aðeins Ferraribílar unnið fleiri frá upphafi vega.

„Markmiðið er að verða heimsmeistari aftur. Ég held að McLaren sé áfram um að vinna titil aftur, ég líka. Ég tel að það sé mögulegt að er mjög bjartsýnn,“ sagði Alonso.

Alonso og Hamilton á ferð í miðborg Valencia við frumsýninguna …
Alonso og Hamilton á ferð í miðborg Valencia við frumsýninguna í kvöld. ap
Alonso gengur framhjá 2007-bíl McLaren við athöfn í Valencia í …
Alonso gengur framhjá 2007-bíl McLaren við athöfn í Valencia í dag. ap
Hamilton og Alonso keppa fyrir McLaren í ár. Í baksýnn …
Hamilton og Alonso keppa fyrir McLaren í ár. Í baksýnn er 2007-bíllinn. ap
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka