Schumacher prófar körtur

Schumacher prufukeyrir körtu í Lecce í gær.
Schumacher prufukeyrir körtu í Lecce í gær. reuters

Michael Schumacher er sumpart horfinn aftur til rótanna því hann prufukeyrði Tony-körtur á La Conca-kappakstursbrautinni í bænum Lecce á suðurhluta Ítalíu í gær.

Hann var þó ekki lengur í rauðum keppnisgalla Ferrariliðsins, enda hættur sem ökuþór þess. Í staðinn spókaði hann sig í galla sem var grænn í grunninn.

Keppnishjálmurinn virtist þó ekki hafa tekið neinum breytingum frá í fyrra.

Schumacher var daglangt við aksturinn í Lecce og ók fjölda hringja. Um tilgang akstursins er ekki frekar vitað.

Hann æfði sig talsvert í Lonato-brautinni skammt frá bænum Brescia seint á nýliðnu ári og keppti í framhaldi af því í sólarhrings körtukappakstri í heimabæ sínum Kerpen í Þýskalandi.

Schumacher í Lecce.
Schumacher í Lecce. reuters
Schumacher prufukeyrði körtur fyrir Tony-fyrirtækið.
Schumacher prufukeyrði körtur fyrir Tony-fyrirtækið. reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka