Felipe Massa hjá Ferrari vann keppnina um ráspólinn í Magny-Cours rétt í þessu. Lewis Hamilton hjá McLaren komst upp á milli Ferrariþóranna þar sem Kimi Räikkönen varð þriðji. Gírkassi bilaði í bíl Fernando Alonso í byrjun lokalotunnar og byrjar hann því með þungan bíl í 10. sæti.
Reykur stóð aftur úr bíl Alonso á fyrsta hring síðustu lotunnar svo hann varð að aka beint inn í bílskúr. Kom í ljós nógu alvarleg bilun til þess að skipta verður um gírkassa. Þar sem hann gat ekkert ekið telst hann tíundi í tímatökunum.
Það á ekki af heimsmeistaranum að ganga því hann varð að vera 55 mínútur af 60 á æfingu morgunsins í bílskúr meðan gert var við nema í bremsukerfinu í framanverðum McLarenbílnum.
„Þetta var það versta sem gat gerst því maður getur þó hagrætt bensínhleðslunni miðað við aðstæður lendi maður utan fyrstu tíu,“ sagði Alonso við spænska sjónvarpsstöð eftir tímatökuna.
Hamilton tókst ekki að hrista tímtökuhrollinn úr McLaren sem ekki hefur verið á ráspól í Magny-Cours frá því Mika Häkkinen sat þar árið 1998. Aðeins munaði sekúndubroti á þeim Massa. Räikkönen ætlar og seint að ganga að komast á fremstu rásröð í ár, en þar hefur hann setið aðeins einu sinni í átta mótum.
Óhappið í Montreal háði ekki Robert Kubica því hann náði sínum besta árangri í ár í tímatökum með fjórða sætinu. Giancarlo Fisichella og Heikki Kovalainen undirstrikuðu framfarir hjá Renault með fimmta og sjötta sæti.
Ralf Schumacher átti afmæli í dag og hélt upp á hann með besta árangri sínum í tímatökum í ár, þó aðeins næði hann 11. sæti. Tapaði hann sem endranær fyrir liðsfélaga sínum Jarno Trulli sem varð áttundi eftir harða keppni við Nick Heidfeld á BMW og Íslandsfarann Nico Rosberg á Williams.
Ekki byrjar verulega uppfærður Hondabíll vel því Jenso Button og Rubens Barrichello komust ekki í lokalotuna. Button varð tólfti og Barrichello þrettándi. David Coulthard gat ekkert ekið í annarri lotu, fór beint inn í skúr vegna gírkassabilunar. Endingartraust Red Bull bílsins ætlar því seint að lagast.
Í fimmta sinn á árinu, þarf af þriðja mótið í röð, komst Alexander Wurz hjá Williams ekki upp úr fyrstu lotu. Í fyrsta sinn frá í Mónakó varð Super Aguri fyrir því að komast ekki í aðra lotu.
Niðurstaða tímatökunnar varð annars sem hér segir:
Tímatakan í Magny-Cours | Lota 1 | Lota 2 | Lota 3 | ||||||||
Röð | Ökuþór | Lið | Röð | Tími | Hri. | Röð | Tími | Hri. | Röð | Tími | Hri. |
1. | Massa | Ferrari | 3. | 1:15,303 | 3 | 2. | 1:14,822 | 3 | 1. | 1:15,034 | 12 |
2. | Hamilton | McLaren | 1. | 1:14,805 | 3 | 1. | 1:14,795 | 3 | 2. | 1:15,104 | 12 |
3. | Räikkönen | Ferrari | 2. | 1:14,872 | 3 | 3. | 1:14,828 | 3 | 3. | 1:15,257 | 13 |
4. | Kubica | BMW | 8. | 1:15,778 | 7 | 4. | 1:15,066 | 3 | 4. | 1:15,493 | 12 |
5. | Fisichella | Renault | 12. | 1:16,047 | 7 | 7. | 1:15,227 | 6 | 5. | 1:15,674 | 12 |
6. | Kovalainen | Renault | 5. | 1:15,524 | 7 | 8. | 1:15,272 | 6 | 6. | 1:15,826 | 12 |
7. | Heidfeld | BMW | 9. | 1:15,783 | 4 | 6. | 1:15,149 | 7 | 7. | 1:15,900 | 12 |
8. | Trulli | Toyota | 15. | 1:16,118 | 5 | 10. | 1:15,379 | 6 | 8. | 1:15,935 | 12 |
9. | Rosberg | Williams | 13. | 1:16,092 | 7 | 9. | 1:15,331 | 6 | 9. | 1:16,328 | 12 |
10. | Alonso | McLaren | 4. | 1:15,322 | 3 | 5. | 1:15,084 | 3 | 10. | Enginn tími | 1 |
11. | R.Schumacher | Toyota | 7. | 1:15,760 | 6 | 11. | 1:15,534 | 6 | |||
12. | Button | Honda | 14. | 1:16,113 | 6 | 12. | 1:15,584 | 6 | |||
13. | Barrichello | Honda | 16. | 1:16,140 | 6 | 13. | 1:15,761 | 6 | |||
14. | Webber | Red Bull | 6. | 1:15,746 | 6 | 14. | 1:15,806 | 5 | |||
15. | Speed | Toro Rosso | 11. | 1:15,980 | 6 | 15. | 1:16,049 | 6 | |||
16. | Coulthard | Red Bull | 10. | 1:15,915 | 7 | 16. | Enginn tími | 2 | |||
17. | Liuzzi | Toro Rosso | 17. | 1:16,142 | 6 | ||||||
18. | Wurz | Williams | 18. | 1:16,241 | 7 | ||||||
19. | Sato | Super Aguri | 19. | 1:16,244 | 6 | ||||||
20. | Davidson | Super Aguri | 20. | 1:16,366 | 5 | ||||||
21. | Albers | Spyker | 21. | 1:17,826 | 6 | ||||||
22. | Sutil | Spyker | 22. | 1:17,915 | 5 |