Hamilton ráspól í Sjanghæ

Lewis Hamilton hjá Mercedes er að verða kóngur tímatökunnar. Hann …
Lewis Hamilton hjá Mercedes er að verða kóngur tímatökunnar. Hann hefur unnið þrjá ráspóla ársins af fjórum mögulegum. mbl.is/afp

Lewis Hamilton hjá Mercedes var í þessu að vinna ráspól kínverska kappakstursins í Sjanghæ. Næstir urðu Daniel Ricciardo og Sebastian Vettel hjá Red Bull og fjórði Nico Rosberg á Mercedes.

Ráspóllinn er sá þriðji sem Hamilton vinnur á árinu af fjórum mögulegum og sá 33. á ferlinum. Félagi hans Rosberg reyndi um of á sig við að komast upp fyrir í bleytunni og klúðraði tveimur síðustu tímahringjunum.

Frenando Alonso hjá Ferrari varð fimmti og næstir honum komu Williamsmennirnir Felipe Massa og Valtteri Bottas. Í sætum sjö til 10 urðui svo Nico Hülkenberg á Force India,  Jean-Eric Vergne á Toro Rosso og Romain Grosjean á Lotus. Er það í fyrsta sinn á árinu sem Lotus kemst í lokalotuna.

Meðal þeirra sem féllu úr leik í annarri lotu og komust þar með ekki í slaginn um 10 fremstu sætin á rásmarki voru Kimi Räikkönen hjá Ferrari, Jenson Button hjá McLaren, Daniil Kvyat hjá Toro Rosso, Adrian Sutil á Sauber, Kevin Magnusson hjá McLaren og Sergio Perez hjá Force India.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert