Rossi í stað Chilton hjá Marussia

Alexander Rossi þreytir frumraun sína í formúlu-1 í Spa um …
Alexander Rossi þreytir frumraun sína í formúlu-1 í Spa um helgina.

Það er ekki bara hjá Caterham sem skipt er um ökuþór fyrir belgíska kappaksturinn, hið sama hefur gerst hjá Marussia.

Liðið tilkynnti í dag, að bandaríski ökumaðurinn Alexander Rossi myndi taka sæti Englendingsins  Max Chilton í belgíska kappakstrinum um helgina, en það verður frumraun hans í formúlu-1.

Bandarískur ökumaður hefur ekki keppt í formúlu-1 frá því Scott Speed keppti í Evrópukappakstrinum árið  2007.

Rossi var ráðinn sem varaökumaður til Marussia fyrir fjórum vikum, eftir að hafa yfirgefið Caterhamliðið. Hann mun um helgina aka við hlið  franska ökumannsins Jules Bianchi.

Engar sérstakar ástæður voru gefnar fyrir mannaskiptunum hjá Marussia en svo virðist sem það snúist um ákvæði samnings Chilton við liðið. Liðsstjórinn John Booth sagðist í dag vona að Chilton myndi aftur keppa í næsta móti, í Monza eftir rúman hálfan mánuð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert