Vettel fær nýjan bíl

Sebastian Vettel (t.v.) og Daniel Ricciardo í ítalska kappakstrnum íæ …
Sebastian Vettel (t.v.) og Daniel Ricciardo í ítalska kappakstrnum íæ Mozna sl. sunnudag. mbl.is/afp

Sebastian Vettel fær nýjan bíl frá Red Bull til keppni í Singapúr eftir röska viku. Verður það þriðji bíllinn sem hann brúkar það sem af er vertíðinni.

Vettel fékk alveg nýjan bíl fyrir Spánarkappaksturinn en þeim bíl hefur nú verið lagt í framhaldi af kappakstrinum í Monza, en þar notaði hann annan bíl sem smíðaður hafði verið fyrir bílprófanir í Silverstone í sumar.

Einn af stjórnendum Red Bull,  Helmut Marko, segir við þýska tímaritið Sport Bild ða breytingin fyrir Monza hafi fyrst og fremst átt sér stað af sálrænum ástæðum, eins og hann orðar það.

Vettel hefur átt mótgengi að fagna á árinu og fallið í skuggann af nýjum liðsfélaga sínum, Daniel Ricciardo, sem unnið hefur þrjú mót í ár og þrisvar að auki staðið á verðlaunapalli.

Til samanburðar hefur heimsmeistari þriggja síðustu ára aðeins tvisvar komist á pall á árinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert