Alonso til alls líklegur

Fernando Alonso á æfingunni í Singapúr.
Fernando Alonso á æfingunni í Singapúr. mbl.is/afp

Fernando Alonso hjá Ferrari virðist til alls líkur í kappakstrinum í Singapúr. Rétt í þessu lauk þriðju og síðustu æfingunni fyrir tímatökuna og ók hann manna hraðast.

Í öðru sæti á lista yfir hröðustu hringi varð Daniel Ricciardo hjá Red Bull. Mercedesliðið virðist eiga erfitt uppdráttar í Singapúr - nema þeir feli raunverulega getu sína þar til í tímatökunni - því Nico Rosberg varð aðeins þriðji og Lewis Hamilton sjötti.

Jean-Eric Vergne hjá Toro Rosso var þó eiginlega maður æfingarinnar því hann setti fjórða besta tímann, sló við bæði Hamilton og Sebastian Vettel sem átti fimmta besta hringinn.

Alonso ók hraðast á fyrri æfingunni í gær og næsthraðast á þeirri seinni og virðist Marina Bay brautin í Singapúr því henta keppnisfáknum skarlatsrauða. Þó varð liðsfélagi Alonso, Kimi Räikkönen, aðeins í níunda sæti og sekúndu lengur með hringinn. 

Williamsmennirnir Felipe Massa og Valtteri Bottas voru ólíkt betri í dag en í gær og settu sjöunda og áttunda besta tíma æfingarinnar. Á hvorugri í gær voru þeir meðal 10 fremstu.

Fernando Alonso á ferð á Ferraribílnum í Singapúr.
Fernando Alonso á ferð á Ferraribílnum í Singapúr. mbl.is/afp
Brautin í Singapúr virðist henta Ferrarifák Fernando Alonso.
Brautin í Singapúr virðist henta Ferrarifák Fernando Alonso. mbl.is/afp
Fernando Alonso í bílskúrareininni á þriðju æfingunni í Singapúr. Hann …
Fernando Alonso í bílskúrareininni á þriðju æfingunni í Singapúr. Hann ók hraðast á tveimur æfinganna af þremur og næsthraðast á þeirri þriðju. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert