Talstöðvarbanni frestað

Fallið hefur verið meira og minna frá takmörkunum á talstöðvarviðskiptum …
Fallið hefur verið meira og minna frá takmörkunum á talstöðvarviðskiptum ökumanna og stjórnenda formúluliðanna. mbl.is/afp

Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) hefur ákveðið að fresta meira og minna banni sínu við talstöðvarsamskiptum ökumanns og stjórnborðs liða.

Höfuðpaur bannsins, keppnisstjórinn Charlie Whiting, segir að banninu sé að verulegu leyti frestað til næsta árs til að gæta jafnræðis meðal liðanna.

Ennfremur sé það í þágu öryggis keppenda og bíla að gefa liðunum meiri aðlögunartíma því þau standi tæknilega mjög misjafnlega að vígi til að takast á við bannið.

Whiting játar að FIA hafi hlaupið á sig en frá því tilkynnt var um bannið fyrir röskri viku hafði bæði verið hnykkt á því og aukið en síðan slakað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert