Las Vegas vill formúluna

Las Vegas er betur þekkt fyrir margar íþróttir aðrar en …
Las Vegas er betur þekkt fyrir margar íþróttir aðrar en formúlu-1. Þessi mynd var tekin um helgina í keppni á mótorhjólum þar sem þyngdarlögmálinu var ögrað. mbl.is/afp

Bernie Ecclestone, alráður formúlu-1, segir að Las Vegas verði að líkindum næsti vettvangur formúlunnar í Bandaríkjunum, en ekki New York/New Jersey.

„Vegas segist tilbúin og ekið yrði að sjálfsögðu um The Strip,“ segir Ecclestone við beska blaðið Independent.

Hann segir að kappakstur í spilavítisborginni frægu gæti farið fram annað hvort svo snemma sem 2016 en 2017 væri þó raunhæfara ártal.

Keppt var í Las Vegas árin 1981 og 1982 en mótin hlutu litlar sem engar undirtektir og þóttu misheppnuð. Fóru þau fram á bílastæði Caesars Palace hótelsins.

Hermir Independent, að brautarhönnuðurinn Hermann Tilke hafi þegar heimsótt borgina nokkrum sinnu nú þegar og veitt ráð um brautarstæðið.

Sem stendur er keppt árlega í formúlu-1 í Bandaríkjunum, í Austin í Texasríki. Undanfarin ár hefur þótt yfirvofandi að keppa einnig í Ne Jersey með Manhattaneyju í New York sem bakgrunn. Því hefur verið frestað hvað eftir annað vegna fjárhagsvanda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert