Caterham úr leik í bili

Kamui Kobayashi á ferð á Caterhambílnum í Sotsjí.
Kamui Kobayashi á ferð á Caterhambílnum í Sotsjí. mbl.is/afp

 Caterham er úr leik í bili eftir að það fékk sérlega undanþágu frá Bernie Ecclestone, alráð formúlu-1, til að sleppa þátttöku í bandaríska kappakstrinum um helgina og einnig þeim brasilíska meðan leitað er nýrra kaupenda að liðinu.

Hópur fjárfesta sem gekk undir nafninu Engavest SA keypti Caterhamliðið í júlí en æi kjölfar deilna þeirra og fyrrum eiganda liðsins, Tony Fernandes, ákváðu þeir að víkja til hliðar í dag svo skiptaráðandi gæti tekið við stjórn liðsins.

Af hálfu liðsins hafði þess verið vænst að það keppti í bandaríska kappakstrinum í Austin í Texas um helgina en skiptaráðandi tilkynnti síðan að undanþága frá keppni í næstu tveimur mótum hafi fengist, í þeim tilgangi að gera nýjum eiganda færi á að endurskipuleggja liðið fyrir lokamótið í Abu Dhabi í nóvember.

Hermt er að fjöldi aðila hafi sett sig í samband við skiptaráðandann í þeim tilgangi að falast eftir liðinu. Hans hlutverk er að finna nógu fjársterkan kaupanda sem haldið getur liðinu á floti til lengri tíma.

Kamui Kobayashi á ferð í rússneska kappakstrinum í Sotsjí.
Kamui Kobayashi á ferð í rússneska kappakstrinum í Sotsjí. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert