Vergne til Ferrari

Jean-Eric Vergne..
Jean-Eric Vergne.. mbl.is/afp

Ferrari hefur ráðið franska ökumanninn sem hætti á dögunum hjá Toro Rosso sem reynsluökumann.

Vergne mun fyrst og fremst sinna þróunarakstri keppnisbíla Ferrari í bílhermi liðsins.Með þessu hefur Ferrari styrkt þróunarsveit sína enn frekar en á dögunum réði liðið mexíkóska ökumanninn Esteban Gutiérrez sem keppti í ár og fyrra fyrir Sauber. Þeir Vergne munu starfa við hlið keppnisökumannanna Sebastian Vettel og Kimi Räikkönen.

Maður kemur í manns stað því við þessar breytingar hverfur spænski ökumaðurinn Pedro de la Rosa úr þróunarsveit Ferrari eftir tveggja ára starf.

„Fyrir mér er það mikill heiður að ganga til liðs við sögufrægasta lið formúlu-1,“ sagði Vergne í tilefni ráðningarinnar. „Takmark okkar verður að koma því aftur í efsta sæti í keppni,“ bætti Vergne við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert