McLaren bíllinn fram í dagsljósið

2015 bíll McLaren.
2015 bíll McLaren.

McLaren birti í dag myndir af 2015-bíl liðsins en hann er knúinn af Hondavél. Ráðandi litur á honum er svart, en eins og fyrr er skrokkurinn kryddaður með silfurlit og rauðum.

Trjóna bílsins er frábrugðin því sem var í fyrra, í samræmi við breytingar á tæknireglum.

Þetta er í fyrsta sinn frá 1992 sem McLarenbíll er með Hondavél undir húddinu. Snýr japanski bílsmiðurinn aftur til leiks í formúlu-1 eftir sex ára fjarveru. 

McLaren hefur ekki hrósað sigri í kappakstri undanfarnar tvær vertíðar og hyggst snúa því dæmi við í ár. Varð liðið í aðeins fimmta sæti í stigakeppni bílsmiða í fyrra, 2014.

Jenson Button keppir fyrir McLaren sjötta árið í röð en liðsfélagi hans verður Fernando Alonso sem fékk sig lausan frá Ferrari til að fara á fornar slóðir, en hann keppti fyrir McLaren árið 2007 en sambúð þeirra Ron Dennis þá reyndist afar erfið.

Alonso mun frumaka McLarenbílnum í Jerez á Spáni á sunnudaginn kemur.

2015 bíll McLaren.
2015 bíll McLaren.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert