Button í Lundúnamaraþonið

Jenson Button (t.h.) með nýjum liðsfélaga sínum hjá McLaren, Fernando …
Jenson Button (t.h.) með nýjum liðsfélaga sínum hjá McLaren, Fernando Alonso. mbl.is/afp

Jenson Button ætlar að taka þátt í Lundúnamaraþoninu í apríl og safna áheitum í þágu breska krabbameinsfélagið.

Button hefur margsinnis hlaupið maraþon en þó aldrei í London. Takmark hans er að afla krabbameinsfélaginu 5.000 punda, rúmlega einnar milljónar króna.

Besti tími Buttons í maraþonhlaupi er 2:58 klukkustundir. Annað er líklega ofar í huga Buttons þessa dagana, og þá er átt við keppnina í formúlu-1, en vertíð ársins hefst í Melbourne í Ástralíu eftir viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert