Mistök hjá Mercedes

Nico Rosberg á æfingu í Sepang í Malasíu í morgun.
Nico Rosberg á æfingu í Sepang í Malasíu í morgun. mbl.is/afp

Yfirburðir Lewis Hamilton í ástralska kappakstrinum í Melbourne voru kannski ekki alveg eins miklir og ætla mátti af gangi keppninnar og úrslitum.

Þýska vikuritið Auto Motor und Sport ljóstrar því nefnilega upp, aðmistök hafi átt sér stað varðandi keppnisherfræði Rosberg, að því er innanhússrannsókn hjá Mercedes hafi leitt í ljós.

Liðsstjórinn Toto Wolff sagði eftir kappaksturinn í Melbourne að Rosberg hefði verið vopnalaus í keppninni við Hamilton vegna bensíneyðslu.

Í frétt blaðsins er því hins vegar haldið fram, að reiknikúnstir stjórnenda Mercedes hafi klikkað því mun meira hafi verið eftir í bensíntanki Rosberg en verkfræðingarnir höfðu reiknað út.

„Augljóslega voru útreikningarnir rangir,“ segir Auto Motor und Sport.

Nico Rosberg á ferð á Mercedesbílnum í Sepang í Malasíu …
Nico Rosberg á ferð á Mercedesbílnum í Sepang í Malasíu í morgun. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert