Rosberg fljótastur á lokaæfingu

Nico Rosberg á ferð í Sepang.
Nico Rosberg á ferð í Sepang. mbl.is/afp

Nico Rosberg hjá Mercedes hafði betur í keppni við liðsfélaga sinn Lewis Hamilton um hvor þeirra setti hraðasta hring þriðju og síðustu æfingarinnar í Sepang, en þar fer Malasíukappaksturinn fram á morgun.

Mercedesfélagarnir skiptust á að sitja í efsta sæti lista yfir hröðustu hringi. Munaði mjóu á þeim að lokum; Rosberg ók hringinn á 1:39,690 mín., en Hamilton var 0,184 úr sekúndu lengur í förum á 1:39,874 mín.

Minna bil var einnig í bíla Ferrari og Williams en áður. Þriðja besta hringinn átti Kimi Räikkönen (1:40,245) og Ferrarifélagi hans Sebastian Vettel (1:40,266) þann fjórða besta. Var Räikkönen því 0,5 sekúndum á eftir Rosberg og aðeins 21 þúsundasta úr sekúndu munaði á Ferraribílunum tveimur.

Williamsþórarnir Felipe Massa (1:40,391) og Valtteri Bottas (1:40,406) settu fimmta og sjötta besta tímann. Munaði á Bottas og Rosberg 0,7 sekúndum.

Fyrsta tuginn fylltu svo Daniel Ricciardo hjá Red Bull, Carlos Sainz hjá Toro Rosso, Max Verstappen hjá Toro Rosso og Marcus Ericsson hjá Sauber.

Niðurstaða riðju æfingarinnar í Sepang.
Niðurstaða riðju æfingarinnar í Sepang.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert