Fyrsti ráspóll Ricciardo

Daniel Ricciardo leyndi ekki gleði sinni í fögnuðinum yfir að …
Daniel Ricciardo leyndi ekki gleði sinni í fögnuðinum yfir að hafa unnið ráspólinn í Mónakó. AFP

Daniel Ricciardo hjá Red Bull var í þessu að vinna ráspól Mónakókappakstursins. Er það fyrsti póllinn á ferli hans og fyrsti póll liðsins frá í Brasilíu 2013. Annar varð Nico Rosberg á Mercedes og þriðji liðsfélagi hans Lewis Hamilton.

Ricciardo náði ótrúlega góðum hring og mestu skipti að lokakafli hans var mun hraðari en keppinautanna. Er óhætt að segja að nýi og uppfærði Renaultmótorinn hafi staðist prófraunina og það með stæl. Með hann innanborðs hefur bíl Red Bull farið stórlega fram. 

Sebastian Vettel hjá Red Bull var fljótastur fyrir lokalotu tímatökunnar en hann náði sér ekki nógsamlega á strik að endingu og varð fjórði. Var sem afl og skilvirkni bílsins þyrri eftir því sem á leið og kvartaði hann sáran undan því í talstöðinni í lokin.

Fimmti varð Nicoo Hülkenberg hjá Force India og sjötti Kimi Räikköne hjá Ferrari, en hann færist aftur um fimm sæti á rásmarki, í það ellefta,  vegna gírkassaskipta. 

Í neðstu sætunum fjórum í lokalotunni, sjö til tíu, urðu Carlos Sainz hjá Toro Rosso, Sergio Perez hjá Force India, Daniil Kvyat hjá Toro Rosso og Fernando Alonso hjá McLaren. Er þetta annað mótið í röð sem hann kemst í lokalotu.

Tímatakan í Mónakó var tíðindasöm og dramatísk. Í fyrstu lotu renndi Max Verstappen hjá Toro Rosso sér utan í öryggisvegg við sundlaugina á hafnarbakkanum, skemmdi fjöðrunina og skall harkalega á næsta vegg og féll úr leik. 

Við upphaf lokalotunnar drap svo bíll Hamiltons á sér og elti ólánið hann því eina ferðina enn. Vélvirkjar hans hlupu eins og fætur toguðu til að ná í bílinn og ýttu honum aftur heim í bílskúr. Tókst þeim á undanverðan hátt að gera við svo Hamilton gat reynt við tíma. Tók hann nokkra hringi til að hita dekk og bíl vel upp áður en hann lagði að lokum í harða atlögu við skeiðklukkurnar. Framan af hringnum virtist hann ógna tíma Ricciardo en kláraði ekki lokasvæði brautarinnr nægilega vel til að velta honum af stalli. 

Og Rosberg hafði heldur ekki sagt sitt síðasta og ógnaði einnig Ricciardo en varð að sætta sig að klára milli þeirra Hamiltons.

Daniel Ricciardo kemur niður að höfninni úr undirgöngunum í Mónakó.
Daniel Ricciardo kemur niður að höfninni úr undirgöngunum í Mónakó. AFP
Daniel Ricciardo leyndi ekki gleði sinni í fögnuðinum yfir að …
Daniel Ricciardo leyndi ekki gleði sinni í fögnuðinum yfir að hafa unnið ráspólinn í Mónakó. AFP
Daniel Ricciardo í bílskúr Red Bull milli aksturslota í Mónakó.
Daniel Ricciardo í bílskúr Red Bull milli aksturslota í Mónakó. AFP
Felipe Massa hjá Williams nýlagður af stað upp brekkuna löngu. …
Felipe Massa hjá Williams nýlagður af stað upp brekkuna löngu. Hann komst ekki í lokalotu tímatökunnar í Mónakó og heldur ekki liðsfélagi hans Valtteri Bottas. AFP
Daniel Ricciardo í bíl sínum milli aksturslota í Mónakó.
Daniel Ricciardo í bíl sínum milli aksturslota í Mónakó. AFP
Lewis Hamilton hjá Mercedes í hárnálarbeygju brekkunnar niður að höfninni …
Lewis Hamilton hjá Mercedes í hárnálarbeygju brekkunnar niður að höfninni í Mónakó. AFP
Á ferð meðfram höfninni í Mónakó, framar er Daniil Kvyat …
Á ferð meðfram höfninni í Mónakó, framar er Daniil Kvyat hjá Toro Rosso. AFP
Geta Red Bull bílsins hefur aukist með tilkomu nýju Renaultvélarinnar.
Geta Red Bull bílsins hefur aukist með tilkomu nýju Renaultvélarinnar. AFP
Tímatakan fór fram í besta veðri en hér rennir Kimi …
Tímatakan fór fram í besta veðri en hér rennir Kimi Räikkönen sér inn að sundlaugarsvæðinu í Mónakó. AFP
Mercedesbíll Lewis Hamilton stopp í bílskúrareininni og vélvirkjar koma hlaupandi …
Mercedesbíll Lewis Hamilton stopp í bílskúrareininni og vélvirkjar koma hlaupandi honum til hjálpar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert