Vettel feti framar Mercedesmönnum

Sebastian Vettel á leið til topptíma á æfingunni í Mónakó …
Sebastian Vettel á leið til topptíma á æfingunni í Mónakó í morgun. AFP

Sebastian Vettel hjá Ferrari ók hraðast á lokaæfingunni fyrir tímatökuna í Mónakó. Var hann 18 þúsundustu úr sekúndu fljótari í förum en Lewis Hamilton hjá Mercedes. Þriðji varð liðsfélagi hans Nico Rosber 0,1 sekúndu á eftir.

Vettel ók hringinn á 1.14,650 mínútum en Hamilton á 1.14,668 og Rosberg á 1.14,772 mín.

Lengst af lét Daniel Ricciardo hjá Red Bull mjög að sér kveða og var oftlega í efsta sæti á lista yfir hröðustu hringi. Varð hann fjórði á 1.14,807 og liðsfélagi hans Max Verstappen á
1.15,081 mín. Í sætum sex og sjö urðu Toro Rosso mennirnir Daniil Kvyat á 1.15,259 og Carlos Sainz á 1.15,324.

Fyrsta tuginn  á lista yfir hröðustu hringi fylltu svo þeir Sergio Perez (1.15,368) hjá Force India, Kimi Räikkönen (1.15,555) hjá Ferrari og Nico Hülkenberg (1.15,666) hjá Force India.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert