Ericsson ók á vegg í tímatökunni

Sænski ökuþórinn Marcus Ericsson lenti í óhappi í dag.
Sænski ökuþórinn Marcus Ericsson lenti í óhappi í dag. AFP

Sænski ökuþórinn Marcus Ericsson sem ekur fyrir Sauber lenti utan brautarinnar og ók á vegg í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Ungverjalandi á morgun. Aðstæður eru mjög erfiðar á Hungaroring-brautinni í Búdapest en úrhellisrigning gerir ökumönnum erfitt fyrir.

Marcus Ericsson labbaði út úr bílnum eftir áreksturinn, gekk óstuddur í burtu og virtist heill heilsu. Felipe Massa sem keyrir fyrir Williams lenti einnig utan brautarinnar og eyðilagði bíl sinn. Massa komst óhultur úr óhappi sínu líkt og Ericsson. 

Tímatökunni seinkaði nokkuð vegna árekstranna og rigningarinnar, en rauða flaggið fór alls fjórum sinnum á loft þar sem aðstæður voru orðnar hættulegar fyrir ökumennina.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert