Räikkönen ökumaður dagsins

Kimi Räikkönen mætir til leiks í Hungaroring.
Kimi Räikkönen mætir til leiks í Hungaroring. AFP

Kimi Räikkönen hjá Ferrari var kjörinn ökumaður dagsins í ungverska kappakstrinum, samkvæmt niðurstöðum kosningar á heimasíðu formúlu-1. 

Þetta er í fyrsta sinn sem Räikkönen hlotnast heiðurinn en kosning og útnefning ökumanns dagsins er nýmæli í formúlu-1 í ár.

Räikkönen hóf keppni í 14. sæti eftir misheppnaðan akstur í annarri lotu tímatökunnar í Hungaroring. Í keppninni sjálfri skaust hann jafnt og þétt fram á við með velheppnaðri keppnisáætlun. Á endanum háði hann harða rimmu um fimmta sætið við Max Verstappen hjá Red Bull. Reyndi Räikkönen margsinnis framúrakstur en komst aldrei nógu langt í þeim tilraunum þótt litlu munaði stundum.

Eftirtaldir hafa valist ökumenn dagsins í mótum ársins:

Ástralía - Romain Grosjean,  (varð 6. í mark)
Barein - Romain Grosjean (5.)
Kína - Daniil Kvyat (3.)
Rússland - Kevin Magnussen (7.)
Spánn - Max Verstappen (1.)
Mónakó - Sergio Perez (3.)
Kanada - Max Verstappen (4.)
Azerbajdzhan - Sergio Perez (3.)
Austurríki - Max Verstappen (2.)
Bretland - Max Verstappen (2.)
Ungverjaland - Kimi Räikkönen (6.)

Kimi Räikkönen á ferð í kappakstrinum í Hungaroring.
Kimi Räikkönen á ferð í kappakstrinum í Hungaroring. AFP
Kimi Räikkönen í slag við Max Verstappen í Hungaroring.
Kimi Räikkönen í slag við Max Verstappen í Hungaroring. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert