Button fékk grænt ljós

Jenson Button á ferð á æfingunni áður en hann neyddist …
Jenson Button á ferð á æfingunni áður en hann neyddist til að hætta akstri vegna sjóntruflana. AFP

Jenson Button hefur fengið grænt ljós á að taka áfram þátt í æfingum, tímatökum og keppni í þýska kappakstrinum eftir að hafa þurft að hætta æfingu í dag vegna ertingar í auga.

Button kvartaði yfir sjóntruflunum og hætti akstri eftir aðeins 16 hringi á æfingunni. Til öryggis fór hann á sjúkrahús í Mannheim til skoðunar.

Þar könnuðu læknar vanda Buttons í bak og fyrir. Niðurstaðan væri að ekkert væri við sjónina að athuga. Aðeins höfðu einhver korn sloppið inn á augnasvæðið sem olli óþægindum hans. Var augað hreinsað og eftir það hvarf ertingin eins og dögg fyrir sólu.

Jenson Button á ferð á æfingunni áður en hann neyddist …
Jenson Button á ferð á æfingunni áður en hann neyddist til að hætta akstri vegna sjóntruflana. AFP
Jenson Button á ferð á æfingunni áður en hann neyddist …
Jenson Button á ferð á æfingunni áður en hann neyddist til að hætta akstri vegna sjóntruflana. AFP
Jenson Button á ferð.
Jenson Button á ferð. AFP
Jenson Button í bílskúr McLaren í Hockenheim.
Jenson Button í bílskúr McLaren í Hockenheim. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert