Harma framkomu Hamiltons

Lewis Hamilton á ferð á Mercedesbílnum í Hockenheim í dag.
Lewis Hamilton á ferð á Mercedesbílnum í Hockenheim í dag. AFP

Tæknistjóri Mercedes, Paddy Lowe, hefur gagnrýnt Lewis Hamilton fyrir að ganga á fund keppnisstjórans og grennslast fyrir um lokahring þann er færði Nico Rosberg ráspól ungverska kappakstursins.

Lowe harmar framgöngu Hamiltons og segir að honum hafi borið að bera málið upp við yfirmenn liðsins sem hefðu getað óskað skýringa hjá keppnisstjóranum, CharlieWhiting, ef þörf hafi verið á talin.

Rosberg ók um svæði á leið til ráspólsins þar sem gulum flöggum var veifað eftir að Fernando Alonso hjá McLaren snarsneri bíl sínum  í brautinni. Eftirlitsdómarar kappakstursins rannsökuðu atvikið í þaula og lágu yfir gögnum í nokkrar klukkustundir. Var það niðurstaða þeirra að Rosberg hafi hægt ferðina nóg á flöggunarsvæðinu, það sýndu tölvugögn um starfsemi vélar og bíls Rosberg.   

Hamilton er á því að ökumenn verði að draga verulega úr ferðinni við aðstæður sem þessar og rauk því á fund Whiting í heimildarleysi og krafðist skýringa. Greinilegt þykir að hann hafi reitt yfirmenn sína hjá Mercedes til reiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert