Rosberg fljótastur

Nico Rosberg situr fyrir í sögulegum kappakstursbíl Mercedes í Hockenheim-Ring.
Nico Rosberg situr fyrir í sögulegum kappakstursbíl Mercedes í Hockenheim-Ring. AFP

Nico Rosberg hjá Mercedes ók hraðasta hring fyrstu æfingar kappaksturshelgarinnar í Hockenheim. Þar fer þýski kappaksturinn fram komandi sunnudag.

Næst fljótastur varð liðsfélagi hans Lewis Hamilton og þriðja besta hringinn átti Sebastian Vettel á Ferrari. Liðsfélagi hans Kimi Räikkönen átti svo fjórða besta tímann.

Síðan röðuðu liðin sér upp því Red Bull átti bílana í fimmta og sjötta sæti, McLaren í sjöunda og áttunda sæti og Toro Rosso í níunda og tíunda.

Rosberg var 0,3 sekúndum fljótari með hringinn en Hamilton, ók á 1:15,517 mínútum á móti 1:15,843 mín. Vettel var 0,8 sekúndum á eftir Hamilton en það segir sitt um hversu ójöfn keppnin er, að Carlos Sainz í tíunda sæti (1:18,044) var 2,5 sekúndum lengur með hringinn en Rosberg.

 Geta má þess, að tími Rosberg á æfingunni var betri en hringurinn sem færði honum ráspólinn í Hockenheim þegar síðast var keppt þar, í hitteðfyrra.

Nico Rosberg situr fyrir í sögulegum kappakstursbíl Mercedes í Hockenheim-Ring.
Nico Rosberg situr fyrir í sögulegum kappakstursbíl Mercedes í Hockenheim-Ring. AFP
Frá brautinni í Hockenheim.
Frá brautinni í Hockenheim. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert