Þrenna hjá Rosberg

Nico Rosberg hefur ekið hraðast á öllum þremur æfingunum í …
Nico Rosberg hefur ekið hraðast á öllum þremur æfingunum í Hockenheim í dag og gær. AFP

Nico Rosberg ók hraðast á þriðju æfingunni í Hockenheim sem var að ljúka í þessu. Næsthraðast fór liðsfélagi hans Lewis Hamilton en í þriðja og fjórða sæti sóttu Daniel Ricciardo hjá Red Bull og Kimi Räikkönen á Mercedesmennina.

Rosberg ók besta hringinn á 1:15,738 mínútum og var 57 þúsundustu úr sekúndu fljótari en Hamilton. Ricciardo var svo aðeins 42 þúsundustu á eftir Hamilton í þriðja sæti og Räikkönen 65 þúsundustu á eftir Red Bull þórnum.

Verði bilið jafn lítið þegar í tímatökurnar kemur má gera ráð fyrir afar tvísýnni keppni um ráspólinn.  Sebastian Vettel á Ferrari var 0,2 sekúndur á eftir Räikkönen í fimmta sæti. Í því sjötta varð svo Max Verstappen á Red Bull, einungis 78 þúsundustu á eftir Vettel.

Williamsmennirnir Valtteri Bottas og Felipe Massa urðu í sjöunda og áttunda sæti, Fernando Alonso á McLaren því níunda og tíunda besta hringinn átti Nico Hülkenberg hjá Force India. Á hring Hülkenbergs í tíunda sæti og Rosbergs munaði aðeins 1,2 sekúndum.

Nico Rosberg í bílskúr Mercedesí Hockenheim.
Nico Rosberg í bílskúr Mercedesí Hockenheim. AFP
Daniel Ricciardo á Red Bull var alveg í skottinu á …
Daniel Ricciardo á Red Bull var alveg í skottinu á Mercedesbíl Lewis Hamilton. AFP
Liðsmenn Mercedes búa sig undir þjónustustopp á seinni æfingu gærdagsins …
Liðsmenn Mercedes búa sig undir þjónustustopp á seinni æfingu gærdagsins í Hockenheim. AFP
Liðsmaður Mercedes sýnir ökumanni hvar hann á að nema staðar …
Liðsmaður Mercedes sýnir ökumanni hvar hann á að nema staðar í þjónustustoppi +a æfingu í Hockenheim. AFP
Liðsmaður Mercedes býr sig undir þjónustustopp á æfingu í Hockenheim.
Liðsmaður Mercedes býr sig undir þjónustustopp á æfingu í Hockenheim. AFP
Liðsmaður Williams klár fyrir þjónustustopp á æfingu í Hockenheim.
Liðsmaður Williams klár fyrir þjónustustopp á æfingu í Hockenheim. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert