Alonso aftur um 35 sæti

Gömlu félagarnir Lewis Hamilton og Fernando Alonso slá á létta …
Gömlu félagarnir Lewis Hamilton og Fernando Alonso slá á létta strengi á blaðamannafundi í Spa í gær. Þeir hefja keppni aftastir á sunnudag. AFP

Samkvæmt hinum sérkennilegu reglum formúlu-1 færist Fernando Alonso hjá McLaren aftur um 35 sæti á rásmarkinu þótt ekki séu sætin fleir en 22 í það heila. 

Ástæðan er sú að skipt var um vélina með öllu í bíl hans eftir fyrri æfingu dagsins í Spa Francorchamps. Þar sem hann var búinn með vélarkvótann felst í því þung refsing, eða sem svarar 35 sæta afturfærslu á rásmarkinu.

Alonso glímdi við vatnsleka í vélkerfinu í morgun og gat því aðeins ekið þrjá úthringi á 90 mínútna æfingunni. Að þeim loknum var ákveðið að skipta um vélina og það sem henni fylgir eins og það leggur sig. Er sú vél einnig vrulega uppfærð frá síðasta móti. 

Þess má geta að Lewis Hamilton hjá Mercedes hefur áunnið sér minnst 30 sæta afturfærslu í Spa með nýjum vélbúnaði sem settur var í bíl hans í morgun. 

Sömuleiðis sætir Marcus Ericsson hjá Sauber afturfærslu vegna nýrra íhluta í vélbúnað bílsins.

Fernando Alonso á einum úthringjanna þriggja í Spa í morung.
Fernando Alonso á einum úthringjanna þriggja í Spa í morung. AFP
Gömlu félagarnir Lewis Hamilton og Fernando Alonso slá á létta …
Gömlu félagarnir Lewis Hamilton og Fernando Alonso slá á létta strengi á blaðamannafundi í Spa í gær. Þeir hefja keppni aftastir á sunnudag. AFP
Gömlu félagarnir Lewis Hamilton og Fernando Alonso slá á létta …
Gömlu félagarnir Lewis Hamilton og Fernando Alonso slá á létta strengi á blaðamannafundi í Spa í gær. Þeir hefja keppni aftastir á sunnudag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert