Rosberg fljótastur

Nico Rosberg á ferð í Spa-Francorchamps í morgun. Svo sem …
Nico Rosberg á ferð í Spa-Francorchamps í morgun. Svo sem sjá má prófar hann útfærslu af höfuðhlíf yfir stjórnklefann. AFP

Nico Rosberg hjá Mercedes ók hraðast á morgunæfingunni í Spa Francorchamps en þar fer belgíski kappaksturinn fram um helgina. Liðsfélagi hans Lewis Hamilton átti næst besta tímann og Kimi Räikkönen hjá Ferrari þann þriðja besta.

Besti hringur Rosberg mældist 1:48,348 mínútur, settur á ofurmjúkum dekkjum. Á æfingunni ók hann með hlífigrind yfir stjórnklefanum og prófaði nýja frumgerð dekkja frá Pirelli sem eiga að draga úr hættunni á að dekk skerist.

Hamilton ók best á 1:49,078 mínútum og var aðeins 69 þúsundustu úr sekúndu fljótari en Räikkönen.

Í sætum fjögur til tíu urðu - í þessari röð - Sergio Perez hjá Force India, Sebastian Vettel hjá Ferrari, Daniel Ricciardo og Max Verstappen á Red Bull, Nico Hülkenberg hjá Force India, Valtteri  Bottas hjá Williams og Esteban  Gutierrez hjá Haas, en hans besti hringur mældist 1:50,583 mín.

Nico Rosberg á ferð í Spa-Francorchamps í morgun. Svo sem …
Nico Rosberg á ferð í Spa-Francorchamps í morgun. Svo sem sjá má prófar hann útfærslu af höfuðhlíf yfir stjórnklefann. AFP
Nico Rosberg á ferð í Spa-Francorchamps í morgun. Svo sem …
Nico Rosberg á ferð í Spa-Francorchamps í morgun. Svo sem sjá má prófar hann útfærslu af höfuðhlíf yfir stjórnklefann. AFP
Nico Rosberg á ferð í Spa-Francorchamps í morgun. Svo sem …
Nico Rosberg á ferð í Spa-Francorchamps í morgun. Svo sem sjá má prófar hann útfærslu af höfuðhlíf yfir stjórnklefann. AFP
Nico Rosberg á ferð í Spa-Francorchamps í morgun. Svo sem …
Nico Rosberg á ferð í Spa-Francorchamps í morgun. Svo sem sjá má prófar hann útfærslu af höfuðhlíf yfir stjórnklefann. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert