Verstappen í efsta sæti

Max Verstappen á æfingunni í Spa.
Max Verstappen á æfingunni í Spa. AFP

Ökumenn Red Bull áttu tvo hröðustu hringina á seinni æfingu dagsins í Spa-Francorchamps í Belgíu. Max Verstappen var rúmum tveimur tíundu á undan Daniel Ricciardo.

Þriðja besta tímann átti svo Nico Hülkenberg hjá Force India og eins og á morgunæfingunni varð Sebastian Vettel hjá Ferrari fjórði, en rétt tæpri sekúndu lengur í förum en Verstappen.

Athygli vekur að ökumenn Mercedes voru ekki sérlega framarlega eins og þeir eru þó vanir. Ræðst það af því í hverju undirbúningur þeirra undir kappaksturinn fórst. Nico Rosberg átti sjötta besta tímann, rétt á eftir Sergio Perez hjá Force India. 

LewisHamilton varð hins vegar aðeins í 13. sæti á lista yfir hröðustu hringi. Ástæða þess er að hann ók í löngum lotum eins og hann væri að undirbúa herfræði sína í keppninni á sunnudaginn kemur.

Að frátöldum framangreindum ökumönnum fylltu Kimi Räikkönen hjá Ferrari, Romain Grosjean hjá Haas, Jenson Button hjá McLaren og Esteban Gutierrez hjá Haas lista yfir 100 hröðustu ökumennina á síðdegisæfingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert