Nú hafði Hamilton betur

Lewis Hamilton á leið til besta tíma á seinni æfingu …
Lewis Hamilton á leið til besta tíma á seinni æfingu dagsins í Sepang. AFP

Lewis Hamilton (1:34,994) settist í efsta sæti lista yfir hröðustu hringi á seinni æfingunni í Sepang, en þar fer í Malasíukappaksturinn fram á sunnudaginn kemur. Var hann 0,2 sekúndum fljótari en liðsfélagi hans hjá Mercedes, Nico Rosberg (1:35,177).

Rosberg ók hraðar á fyrri æfingunni en Hamilton náði undirtökunum á þeirri seinni. Þriðja besta tímann þegar upp var staðið átti Sebastian Vettel (1:35,605) hjá Ferrari, en hann var tæplega 0,7 sekúndum á eftir Hamilton.

Kimi Räikkönen (1:35,842) hjá Ferrari átti fjórða besta tímann og Max Verstappen (1:36,037) hjá Red Bull þann fimmta besta.

Í sætum sex til tíu - í þessari röð - urðu Sergio Peres (1:36,284) hjá Force India, Fernando Alonso (1:36,296) hjá McLaren, Daniel Ricciardo (1:36,337) hjá Red Bull, Nico Hülkenberg hjá Force India(1:36,390) og Jenson Button (1:36,715) hjá McLaren.

Þess má svo geta, að milli æfinga dagsins tókst vélvirkjum Renault að endurbyggja bíl danska ökumannsins  Kevin Magnussen  sem laskaðist er í honum kviknaði snemma á fyrstu æfingunni. Setti hann 19. besta hringinn af 21 eftir 19 hringja akstur.

Romain Grosjean hjá Haas á undan Fernando Alonso hjá McLaren …
Romain Grosjean hjá Haas á undan Fernando Alonso hjá McLaren á seinni æfingunni í Sepang í dag. AFP
Esteban Ocon hjá Manor á seinni æfingu dagsins í Sepang.
Esteban Ocon hjá Manor á seinni æfingu dagsins í Sepang. AFP
Sebastian Vettel á lei ðtil þriðja besta tíma á seinni …
Sebastian Vettel á lei ðtil þriðja besta tíma á seinni æfingunni í Sepang. AFP
Romain Grosjean hjá Haas á ferð á seinni æfingunni í …
Romain Grosjean hjá Haas á ferð á seinni æfingunni í Sepang. AFP
Daniil Kvyat hjá Toro Rosso átti 16. besta tímann á …
Daniil Kvyat hjá Toro Rosso átti 16. besta tímann á seinni æfingunni í Sepang. AFP
Fernando Alonso var öflugri á æfingum dagsins í Sepang en …
Fernando Alonso var öflugri á æfingum dagsins í Sepang en oftast áður. Hefur bíl hans farið mjög fram að getu undanfarið. AFP
Nico Rosberg á seinni æfingunni í Sepang.
Nico Rosberg á seinni æfingunni í Sepang. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert