55. ráspóll Hamiltons

Lewis Hamilton fagnar ráspólnum í Sepang.
Lewis Hamilton fagnar ráspólnum í Sepang. AFP

Lewis Hamilton hjá Mercedes var í þessu að vinna ráspól Malasíukappakstursins í Sepang. Er það 55. ráspóllinn sem hann vinnur á ferlinum. Í lokatilraun sinni vann liðsfélagi hans, Nico Rosberg, sig upp úr fimmta sæti í það annað.

Í þriðja sæti varð Max Verstappen hjá Red Bull og liðsfélagi hans Daniel Ricciardo í þvíæ fjórða. Þriðju rásröðinni deila síðan Ferrarimennirnir Sebastian Vettel og Kimi Räikkönen.

Í sætum sjö til tíu urðu svo Sergio Perez og Nico Hülkenberg hjá Force India, Jenson Button hjá McLaren og Felipe Massa hjá Williams.

Vegna nýrrar vélar færist Fernando Alonso hjá McLaren aftur á aftasta rásstað. Af þeim sökum ók hann aðeins einn hring í fyrstu lotu tímatökunnar og hefur því meira úrval af lítt eða óslitnum dekkjum að spila í kappakstrinum á morgun.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert