Hamilton hafði lokaæfinguna

Lewis Hamilton veifar er hann tekur sjálfsmynd af sér eftir …
Lewis Hamilton veifar er hann tekur sjálfsmynd af sér eftir æfingu í Sepang í Malasíu. AFP

Lewis Hamilton (1:34,434) hjá Mercedes ók hraðast á lokaæfingunni fyrir tímatökun í Sepang í Malasíu. Næsthraðast fór Max Verstappen (1:34,879) á Red Bull og þriðja besta hringinn átti Nico Rosberg (1:35.053) hjá Mercedes.

Fjórða besta hringinn átti svo Kimi Räikkönen (1:35,150) hjá Ferrari og liðsfélagi hans, Sebastian Vettel (1:35,170), þann fimmta besta, en milli þeirra félaganna voru aðeins 20 þúsundustu úr sekúndu. 

Í sætum sex til tíu á  lista yfir hröðustu hringi æfingarinnar urðu - í þessari röð - Daniel Ricciardo hjá Red Bull, Nico Hülkenborg hjá Force India, Valtteri Bottas hjá Williams, Carlos Sainz hjá Toro Rosso og Felipe Massa hjá Williams.

Lewis Hamilton á leið til hraðasta hrings á lokaæfingunni fyrir …
Lewis Hamilton á leið til hraðasta hrings á lokaæfingunni fyrir tímatökuna í Sepang. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert