Hamilton á ráspól

Lewis Hamilton fagnar ráspólnum í Austin í kvöld.
Lewis Hamilton fagnar ráspólnum í Austin í kvöld. AFP

Lewis Hamilton var í þessu að vinna ráspól bandarísk kappaksturins og Mercedesbílar verða eina ferðina enn á fremstu rásröð þar sem Nico Rosberg varð annar.

Þetta er fyrsti ráspóllinn sem Hamilton vinnur í Austin en þar hefur hann hrósað sigri nokkrum sinnum í sjálfum kappakstrinum. Á leið til pólsins setti Hamilton nýtt brautarmet fyrir keppni í formúlu-1.

Á eftir ökumönnum Mercedes urðu Daniel Ricciardo og Max Verstappen hjá Red Bull og þar á eftir Kimi Räikkönen og Sebastian Vettel hjá Ferrari.

Á Hamilton og Rosberg munaði 0,2 sekúndum og Ricciardo var 0,5 sekúndum á eftir pólmanninum. Räikkönen og Vettel voru hins vegar 1,1 og 1,3 sekúndum lengur með hringinn en Hamilton. 

Í sjöunda til tíunda sæti urðu Nico Hülkenberg hjá Force India, Valtteri Bottas hjá Williams, Felipe Massa hjá Williams og Carlos Sainz hjá Toro Rosso. Í ellefta sæti varð Sergio Perez hjá Force India og í því tólfta Fernando Alonso hjá McLaren.

Leikararnir Christoph Waltz og Rosa Salazar heimsóttu bílskúr Mercedesliðsins í …
Leikararnir Christoph Waltz og Rosa Salazar heimsóttu bílskúr Mercedesliðsins í Austin í dag og fylgdust með tímatökunni. AFP
Lewis Hamilton á leið til fyrsta sætis í tímatökunni í …
Lewis Hamilton á leið til fyrsta sætis í tímatökunni í Austin. AFP
Lewis Hamilton einbeittur í bílskúr Mercedes í aksturshléi í tímatökunni …
Lewis Hamilton einbeittur í bílskúr Mercedes í aksturshléi í tímatökunni í Austin. AFP
Lewis Hamilton á ferð á Mercedesbílnum í tímatökunni í Austin.
Lewis Hamilton á ferð á Mercedesbílnum í tímatökunni í Austin. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert