50. sigur Hamiltons

A fyrstu metrunum eftir ræsingu í Austin. Hamilton fremstur en …
A fyrstu metrunum eftir ræsingu í Austin. Hamilton fremstur en Ricciardo hefur skotist upp á milli þeirra Rosberg. AFP

Lewis Hamilton hjá Mercedes var í þessu að vinna bandaríska kappaksturinn í Austin í fjórða sinn af fimm mögulegum. Var það jafnframt 50. sigur hans í formúlu-1. Nico Rosberg heldur vænu forskoti á hann í stigakeppni ökumanna því hann varð annar í mark.

Hamilton hóf keppni af ráspól og hélt fyrsta sætinu alla leið í mark. Ók hann af öryggi og var aldrei ógnað. Rosberg missti Daniel Ricciardo hjá Red Bull fram úr sér á fyrstu metrunum en endurheimti annað sætið seinna í kappakstrinum.

Um tíma virtist snjöll dekkjataktík Rosberg ætla duga honum til sigurs en þær vonir hans urðu að engu þegar sýndaröryggisbíll var ræstur eftir vegna brottfalls Max Verstappen. Bilaði gírkassinn í bíl hans svo hann varð að staðnæmast utan brautar.

Heilmikið var að gerast í kappakstrinum, aðallega þó brottföll og einnig voru nokkrar einstakra glímur um sæti háðar. Ein sú magnaðast var er Fernando Alonso hjá McLaren vann sig fyrst fram úr Felipe Massa hjá Wililams og síðan landa sínum Carlos Sainz hjá Toro Rosso. Dómurum keppninnar fannst eitthvað við harða sókn hans að athuga en ákváðu að bíða þar til eftr kappaksturinn með að ákveða hvort eitthvað yrði aðhafst gegn honum, en Alonso endaði í fimmta sæti. Keppni hóf hann hins vegar í 12. sæti.

Fyrir utan Verstappen þá féll Kimi Räikkönen hjá Ferrari úr leik eftir að hafa ekið stórvel og haft betur gegn liðsfélaga sínum. Í síðasta dekkjastoppi hans festu liðsmenn hans afturdekk ekki nógsamlega svo Räikkönen var að hætta og leggja bílnum við útreinina af bílskúrasvæðinu.

Þrátt fyrir úrslitin í Austin hefur Rosberg 26 stiga forskot á Hamilton í stigakeppninni um heimsmeistaratitil ökumanna, 331:305. Þrjú mót eru eftir, í Mexíkó, Sao Paulo og í Abu Dhabi og segist Hamilton munu leggja allt í sölurnar til að verja titil sinn. Fyrir Rosberg skiptir öllu að vera ekki meira en einu sæti á eftir Hamilton í hverju mótanna þriggja. Sigur í einhverju þeirra mun hins vegar styrkja stöðu hans enn frekar og draga úr titilmöguleikum Hamiltons.   

Hamilton fremstur á fyrstu metrunum í Austin en Rosberg fær …
Hamilton fremstur á fyrstu metrunum í Austin en Rosberg fær ekki varist sókn Ricciardo. AFP
Þjónustusveit Räikkönen festi ekki afturdekkinn nógsamlega og neyddist hann því …
Þjónustusveit Räikkönen festi ekki afturdekkinn nógsamlega og neyddist hann því til að hætta keppni. AFP
Frá ræsingunni í Austin.
Frá ræsingunni í Austin. AFP
Lewis Hamilton réði ferðinni í Austin og vann öruggan sigur …
Lewis Hamilton réði ferðinni í Austin og vann öruggan sigur eftir vel útfærðan kappakstur. AFP
Max Verstappen veifar áhorfendum nýfallinn úr leik vegna vélrænnar bilunar.
Max Verstappen veifar áhorfendum nýfallinn úr leik vegna vélrænnar bilunar. AFP
Daniel Ricciardo fagnar þriðja sætinu í Austin.
Daniel Ricciardo fagnar þriðja sætinu í Austin. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert