Útlit fyrir einkar tvísýna tímatöku

Útlit er fyrir einkar tvísýna tímatöku kappakstursins í Singapúr ef marka má afar jafna lokaæfingu sem var að ljúka. Þar vakti athygli að bílar McLaren urðu í fjórða og fimmta sæti en hraðast fór Max Verstappen á Red Bull.

Verstappen ók best á 1:41,829 mínútum en næsthraðast fór Sebastian Vettel hjá Ferrari á 1:41,901 og þriðja besta hringinn átti Lewis Hamilton hjá Mercedes á1:41,971 mín. Alonso var 0,4 sekúndum á eftir honum á  1:42,383 mín., og besti hringur liðsfélaga hans Stoffels Vandoorne mældist 1:42,439 mín.

Daniel Ricciardo  hjá Red Bull átti sjötta besta hringinn - 1:42,517 - og Nico Hülkenberg á Renault þann sjöunda, 1:42,549 mín. Í sætum átta til tíu urðu Valtteri Bottas á Mercedes (1:42,592), Kimi Räikkönen á Ferrari (1:42,708) og Sergei Perez á Force India (1:43,010). 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert