Ricciardo á toppinn

Daniel Ricciardo gerir sig kláran til aksturs á æfingunni í …
Daniel Ricciardo gerir sig kláran til aksturs á æfingunni í Mexíkó´borg. AFP

Daniel Ricciardo á Red Bull ók hraðast á seinni æfingu dagsins sem nýlokið er í Mexíkóborg en þar fer þriðja síðasta formúlumót ársins fram á sunnudag. Liðsfélaginn Max Verstappen átti þriðja besta tímann en milli þeirra varð Lewis Hamilton á Mercedes.

Aðeins munaði 32 þúsundustu úr sekúndu milli Hamiltons og Verstappen og Ricciardo var rúmlega 0,1 sekúndu á undan Mercedesþórnum.

Á fyrri æfingunni fór Valtteri Bottas á Mercedes hraðast en á þeirri seinni varð hann aðeins í sjötta sæti, með Ferrarimennina Sebastian Vettel og Kimi Räikkönen á undan sér. 

Í sætum sjö til tíu á lista yfir hröðustu hringi æfingarinnar urðu Fernando Alonso á McLaren, Sergio Perez á Force India, Nico Hülkenberg á Renault og Esteban Ocon á Force India. Var Ocon sekúndu lengur með hringinn en Ricciardo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert