Laus ró angraði Vettel

Laus skrúfa gerði Sebastian Vettel á Ferrari lífið leitt í bókstaflegri merkingu á seinni æfingunni í Mexíkóborg í gær.

Til hennar er rakið að slökkvibúnaður í bílnum fór skyndilega og fyrirvaralaust í gang. Hægði Vettel ferðina og tilkynnti um óþægindin. Ók hann rakleitt inn að bílskúr Ferrari og hafði fataskipti á sama tíma og tæknimenn liðsins festu skrúfuna lausu og þrifu bílinn vatni og kvoðu.

„Gusan var ekki beint þægileg - -hálfgerð niðurkæling,“ sagði Vettel  um málið. Á endanum setti hann fjórða besta tíma æfingarinnar, var 0,250 sekúndum lengur í ferðum en Daniel Ricciardo á Red Bull.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert