Verstappen í toppsætinu

Max Verstappen á Red Bull setti besta tíma helgarinnar til þessa er hann ók hraðast allra á lokaæfingunni fyrir tímatöku Mexíkókappakstursins. 

Lewis Hamilton á Mercedes var 73 þúsundustu úr sekúndu á eftir Verstappen og í þriðja sæti varð Sebastian Vettel á Ferrari sem ók aðeins 12 þúsundustu úr sekúndu hægar.

 Liðsfélaga toppmannanna þriggja enduðu í sætum fjögur til sex á lista yfir hröðustu hringi æfingarinnar, eða Valtteri Bottas á Mercedes fjórði, Daniel Ricciardo á Red Bull fimmti og Kimi Räikkönen á Ferrari sjötti.

Fyrsta tuginn fylltu svo - í þessari röð - heimamaðurinn Segio Perez og Esteban Ocon á Force India og Carlos Sainz og Niko Hültenberg á Renault.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert