Bílarnir jafnari en hingað til

Innan við þrjár sekúndur skildu að fyrsta og tuttugasta og síðasta mann, Lewis Hamilton á Mercedes og varaökumanninn Antonio Giovinazzi hjá Haas, á seinni æfingu dagsins í Sao Paulo í Brasilíu.

Hamilton var aðeins 48 þúsundustu úr sekúndu fljótari í förum en liðsfélagi hans Valttery Bottas. Þriðja besta tímann setti Daniel Ricciardo á Red Bull en við honum blasir afturfærsla á rásmarki vegna breytinga sem gerðar hafa verið á keppnisvél hans.

Í sætum fjögur til tíu - í þessari röð, urðu svo Sebastian Vettel á Ferrar, Max Verstappen á Red Bull, Kimi Räikkönen á Ferrari, Esteban Ocon á Force India, Felipe Massa á Williams, Nico Hülkenberg á  Renault, Fernando Alonso á McLaren og aðeins 20 þúsundustu úr sekúndu á eftir honum varð landi hans Carlos Sainz á Renault. Á þeim tveimur og Mercedesmönnunum munaði einni sekúndu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert