Stuðningsmaður Celtic í ævilangt bann

Leikmenn Celtic fagna sigurmarkið frá Scott McDonald í gær.
Leikmenn Celtic fagna sigurmarkið frá Scott McDonald í gær. Reuters

Celtic hefur sett stuðningsmann félagsins í ævinlangt bann frá því að mæta á leiki félagsins, hvort sem það eru heima- eða útileikir, fyrir að hlaupa inn á völlinn í gær og slá til Dida markvarðar AC Milan í leik AC Milan og Celtic í Meistaradeildinni.

Maðurinn, sem er 27 ára gamall, gaf sig fram við lögreglu í dag eftir að lýst var eftir honum en hann hljóp inn á völlinn til að fagna sigurmarki Celtic gegn Evrópumeisturunum.

Dida þurfti að fara af velli og á Celtic yfir höfði sér þung viðurlög frá UEFA sem vinnur að rannsókn málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert