Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Íslands, lék sinn 74. landsleik gegn Slóveníu og bætir landsleikjamet sitt með hverjum leik sem hún spilar. Katrín átti fremur náðugan dag miðvarðastöðunni en fór fram í hornum og lét þá mikið að sér kveða. Skoraði mark og gerði annað sem var dæmt af vegna rangstöðu. Hún segir mikilvægast í þessu að hafa tekið stigin sem voru í boði:
"Við skoruðum fimm mörk og fengum ekkert á okkur. Við tókum þrjú stig sem var náttúrulega markmiðið. Við erum rosalega ánægðar með það. Þetta var ekki alveg öruggt þarna í byrjun. Við vorum frekar stressaðar og spennustigið var kannski aðeins of hátt. En það var bara fyrstu tíu til fimmtán mínúturnar. Eftir það unnum við okkur vel inn í leikinn og þetta gekk bara vel" sagði Katrín Jónsdóttir að leiknum loknum.
Ítarlega er rætt við Katrínu í Morgunblaðinu á mánudaginn.