Carew óttast "víkingavöðva" Hermanns

John Carew vonast eftir því að geta fagnað mörkum gegn …
John Carew vonast eftir því að geta fagnað mörkum gegn Íslandi á Ullevaal í dag. Reuters

John Carew, sóknarmaður Aston Villa og norska landsliðsins í knattspyrnu, segir að það sé ekkert grín að eiga við Hermann Hreiðarsson og vera með hann á eftir sér heilan fótboltaleik. Þeir mætast á Ullevaal í dag þegar Noregur og Ísland eigast við í undankeppni HM klukkan 17.

„Hann er sterkur og traustur og það hentar honum örugglega betra að eiga við mig heldur en einhvern lítinn framherja. Það er ekkert gaman að vera með Hermann og hans "víkingavöðva" í bakinu," segir Carew í viðtali við norska blaðið Aftenposten í dag.

Carew, sem sjálfur er nálægt tveimur metrum á hæð og geysilega líkamlega sterkur sóknarmaður, kveðst ekki geta fullyrt að hann sé sterkari en Hermann en telur sig í betri æfingu á þessum tíma en venjulega.

„Ég get ekki svarað því hvor okkar sé sterkari, ég get ekki fullyrt neitt um það. Sjálfur er ég venjulega þungur á mér um þetta leyti árs en vegna þess að við hófum undirbúningstímabilið snemma og höfum spilað marga leiki undanfarnar vikur, er ég í góðri æfingu. Ég tel að ég hafi ekki verið í betra formi síðan ég spilaði með Valencia árið 2000," segir Carew við Aftenposten.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka