Vörn ekki besta sóknin

Sókn er besta vörnin. Sigurður Ragnar hyggst ekki láta kvennalandsliðið …
Sókn er besta vörnin. Sigurður Ragnar hyggst ekki láta kvennalandsliðið pakka í vörn gegn Frökkum. Eggert Jóhannesson

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari kvennaliðs Íslands hyggst ekki pakka í vörn í úrslitaleiknum á morgun við Frakkland um tryggt sætii á Evrópumótinu í knattspyrnu. Þvert á móti á að sækja og freista þess að koma Frökkum á óvart.

„Hugmyndin er að spila okkar leik eins og við höfum gert með fínum árangri í síðustu leikjum en jafnvel að færa hann upp um eitt þrep eða svo og freista þess að koma þeim frönsku á óvart. Hápressan sem við höfum prófað í síðustu leikjum hefur gengið vel og hana munum við prófa gegn Frökkum en eðlilega breyti ég því ef ástæða þykir til. En við erum ekki að fara í þennan leik og pakka ellefu leikmönnum í vörn inni í teig. Við erum hér til að sigra og tryggja okkur áfram.“

Leikurinn fer fram klukkan tvö að íslenskum tíma og er sýndur beint í Ríkissjónvarpinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert