Beckham ekki áfram hjá AC Milan

David Beckham í búningi Milan.
David Beckham í búningi Milan. Reuters

Breski knattspyrnumaðurinn David Beckham verður ekki áfram hjá ítalska liðinu AC Milan en að sögn forsvarsmanna bandaríska liðsins Los Angeles Galaxy, sem Becham er samningsbundinn hjá, kom ekki nægilega gott tilboð frá AC Milan áður en frestur til að framlengja leigusamning, sem liðin gerðu um Beckham, rann út nú á miðnætti.

Becham er á lánssamningi hjá Milan til 8. mars og segir LA Galaxy að reiknað sé með að leikmaðurinn komi þangað til starfa á ný 9. mars. 

Beckham hafði sjálfur lýst því yfir að hann vildi vera áfram hjá Milan. Það myndi auka möguleika hans á að fá að leika fleiri landsleiki með enska landsliðinu. Beckham jafnaði á mánudag landsleikjamet Bobby Moore þegar hann lék sinn 108. leik með enska landsliðinu gegn Spáni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Sveinn Teitur Svanþórsson: money
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka