Guðbjörg heldur hreinu

Guðbjörg Gunnarsdóttir.
Guðbjörg Gunnarsdóttir. mbl.is/Frikki

Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli í marki Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir að hún kom þangað frá Val í vetur.

Hún hefur haldið markinu hreinu í sjö af ellefu leikjum sem hún hefur spilað og sá meðal annars til þess að hið geysisterka meistaralið Umeå kom boltanum aldrei í netið í leik fyrir skömmu þrátt fyrir fjölda tilrauna.

Fáir ef nokkrir þekkja hæfileika og hugarfar Guðbjargar betur en Ólafur Pétursson markmannsþjálfari sem þjálfaði hana í fjögur ár hjá Val. Hann kveðst strax hafa gert sér grein fyrir því að Guðbjörg ætlaði sér að ná langt.

„Hún hefur alltaf ætlað að verða best eða ein af bestu markvörðum í heimi. Þetta var ekkert flóknara, það var bara hennar mottó. Hún er gríðarlega metnaðarfull og með mikið keppnisskap. Hún gefst bara aldrei upp og ætlar sér að ná eins langt og hægt er,“ sagði Ólafur.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag þar sem rætt er við Ólaf um Guðbjörgu Gunnarsdóttur markvörð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert