Töpuðu naumlega gegn Frökkum

Íslensku stúlkurnar stóðu sig mjög vel gegn tveimur af bestu …
Íslensku stúlkurnar stóðu sig mjög vel gegn tveimur af bestu liðum Evrópu. mbl.is/Kristinn

Íslenska stúlknalandsliðið í knattspyrnu tapaði naumlega fyrir Frökkum, 1:2, á umdeildu marki á síðustu mínútu þegar liðin mættust í undanriðli Evrópukeppninnar í Grindavík í dag.

Guðmunda B. Óladóttir skoraði jöfnunarmark Íslands í hörkuleik gegn sterku liði Frakka og allt stefndi í jafntefli. Þá hefðu Ísland, Frakkland og Þýskaland verið öll með jafna stöðu fyrir lokaumferðina á miðvikudag og möguleikar Íslands á öðru sætinu verið mjög góðir. Ísland gerði mjög óvænt jafntefli við Evrópumeistarana frá Þýskalandi, 0:0, í fyrstu umferðinni á föstudaginn.

Á lokamínútunni skoruðu Frakkar, Cloe Faillant gerði sitt annað mark, og að sögn heimamanna í Grindavík var það í meira lagi umdeilt þar sem markaskorarinn lagði boltann fyrir sig með hendi áður en hann hafnaði í íslenska markinu.

Þýskaland vann Ísrael með yfirburðum á Keflavíkurvelli. Frakkland er því með 6 stig, Þýskaland 4, Ísland 1 og Ísrael ekkert fyrir lokaumferð riðilsins. Þá leikur Frakkland við Þýskaland og Ísland við Ísrael.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka