Fjölnir hafnar tilboði Chievo

Bjarni Gunnarsson leikmaður Fjölnis er eftirsóttur.
Bjarni Gunnarsson leikmaður Fjölnis er eftirsóttur. mbl.is/fjolnir.is

Bjarni Gunnarsson, drengjalandsliðsmaður í knattspyrnu sem er á mála hjá Fjölni í Grafarvogi, er mjög eftirsóttur af útlendum liðum. Bjarni er nýkominn heim frá Englandi þar sem hann var til skoðunar hjá Tottenham. Hann staldraði stutt við því í gær hann hélt hann til Skotlands en hann verður í vikutíma við æfingar hjá Rangers líkt og FH-ingurinn Kristján Gauti Emilsson sem Morgunblaðið hafði áður greint frá. Eftir dvölina hjá Rangers fer Bjarni svo til West Ham í sömu erindagjörðum.

Ítalska liðið Chievo gerði Fjölni tilboð en því var hafnað.

Nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert