Nýja-Sjáland í úrslitakeppni HM

Rory Fallon, fyrir miðju, fagnar ásamt félögum sínum eftir að …
Rory Fallon, fyrir miðju, fagnar ásamt félögum sínum eftir að hafa skorað markið dýrmæta. Reuters

Nýja-Sjáland tryggði sér í dag sæti í úrslitakeppni HM í knattspyrnu í Suður-Afríku með því að sigra Bahrain, 1:0, í síðari umspilsleik liðanna sem fram fór í Wellington á Nýja-Sjálandi. Mark Paston markvörður var hetja Ný-Sjálendinga.

Fyrri leikur liðanna í Bahrain endaði með markalausu jafntefli og Ný-Sjálendingar leika því í úrslitakeppninni í fyrsta skipti í 28 ár.

Rory Fallon skoraði sigurmarkið á 45. mínútu, með skalla eftir hornspyrnu, en þegar sjö mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fékk Persaflóaliðið gullið færi til að jafna metin. Mark Paston varði þá vítaspyrnu frá Sayed Mohamad. Bahrain hefði nægt 1:1 jafntefli til að tryggja sér HM-sætið.

Nýja-Sjáland vann Eyjaálfuriðil í undankeppninni en Bahrain hafnaði í fjórða sæti í úrslitakeppninni í Asíu. Þetta þýðir að bæði Ástralía og Nýja-Sjáland eru með í lokakeppni HM í fyrsta skipti en Ástralir fluttu úr Eyjaálfuriðli fyrir þessa undankeppni og stóðu uppi sem sigurvegarar í Asíu.

Mark Paston markvörður Nýja-Sjálands ver vítaspyrnu og gulltryggir liði sínu …
Mark Paston markvörður Nýja-Sjálands ver vítaspyrnu og gulltryggir liði sínu sæti á HM. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert