Dagný fær tækifæri í byrjunarliðinu

Guðbjörg Gunnarsdóttir verður í markinu gegn Bandaríkjunum.
Guðbjörg Gunnarsdóttir verður í markinu gegn Bandaríkjunum. Carlos Brito/Algarvephotopress

Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta hefur tilkynnt byrjunarliðið gegn bandarsíska liðinu í fyrsta leiknum á Algarve æfingamótinu. Nýliðinn Dagný Brynjarsdóttir úr Val er í byrjunarliðinu en hún er ein af fimm nýliðum sem þjálfarinn valdi. Liðið mun leika 4:2:3:1 gegn bandaríska liðinu sem er í efsta sæti heimslistans.

Byrjunarliðið er þannig skipað:

Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir.
Hægri bakvörður: Rakel Hönnudóttir.
Miðverðir: Katrín Jónsdóttir og Sif Atladóttir.
Vinstri bakvörður: Ólína Viðarsdóttir.
Varnartengiliðir: Katrín Ómarsdóttir og Sara Gunnarsdóttir.
Hægri kantur: Dóra María Lárusdóttir.
Sóknartengiliður: Dagný Brynjarsdóttir.
Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir.
Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir.

Varamenn: Þóra B. Helgadóttir, Erna B. Sigurðardóttir, Rakel Logadóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Elínborg Ingvarsdóttir, Mist Edvardsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert