Liverpool vinsælla en Man Utd

Steven Gerrard og Raul Meireles leikmenn Liverpool.
Steven Gerrard og Raul Meireles leikmenn Liverpool. Reuters

Liverpool græddi meira á söluvarningi en erkifjendur þeirra í Man Utd tímabilið 2009-2010. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýútkominni skýrslu markaðsfyrirtækjanna Sport+markt og PR Marketing. Könnunin náði til 182 liða í tíu stærstu deildum Evrópu og tíu þúsund einstaklinga.

Spænska 1. deildin situr í efsta sæti yfir deildirnar í Evrópu en liðin græddu samanlagt um 190 milljónir evra á tímabilinu sem um ræðir. Enska úrvalsdeildin er í öðru sæti en liðin þar græddu um 168 milljónir evra á sama tímabili. Dreifingin er jafnari meðal liðanna á Englandi en á Spáni þar sem risarnir í Barcelona og Real Madrid bera höfuð og herðar yfir önnur félög.

Erlendir fjölmiðlar á borð við goal.com og Eurosport hafa fjallað um skýrsluna.

5 tekjuhæstu deildirnar

  1. Spánn        190 milljón evrur
  2. England     168 milljón evrur
  3. Þýskaland  130 milljón evrur
  4. Ítalía            77 milljón evrur
  5. Frakkland     67 milljón evrur

Barcelona trónir á toppi listans yfir tekjuhæstu félögin og Real Madrid kemur næst á hæla þeim.

10 tekjuhæstu félögin
  1. Barcelona
  2. Real Madrid
  3. Liverpool
  4. Bayern München
  5. Marseille
  6. Man Utd
  7. AC Milan
  8. Inter Mílanó
  9. Lyon
  10. Fenerbache

Ekkert undanhald er á vinsældum keppnistreyja því skýrslan sýnir sex prósent aukningu í sölu þeirra miðað við skýrslu Sport+Markt frá árinu 2008. Keppnistreyjur eru langsöluhæsta varan. Vinsældir annars varnings eru breytilegar eftir löndum. Enskir stuðningsmenn kaupa til að mynda mikið af bollum með merki félagsins á meðan rússneskir og úkraínskir aðdáendur fjárfesta frekar í hlýjum treflum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert