Mourinho saknar Englands

José Mourinho í kveðjuleik sínum með Chelsea gegn Rosenborg árið …
José Mourinho í kveðjuleik sínum með Chelsea gegn Rosenborg árið 2007. Eftir leikinn var honum sagt upp störfum. Hann langar aftur til Englands. Reuters

José Mourinho fyrrverandi knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea er naglfastur á því að hans næsti viðkomustaður sem þjálfari verði England. Mourinho þjálfar nú spænska liðið Real Madrid þar sem hann segir pressuna mikla.

„Ég á enn þrjú ár eftir af samningnum mínum hjá Real Madrid. Þetta er stærsta félag heims en þetta er einnig erfiðasta félagið í heimi.“

Þrátt fyrir að hafa þjálfað bæði á Ítalíu og Spáni síðan hann yfirgaf England er hann sannfærður um að tíma hans á Englandi sé ekki lokið.

„Ég sakna Englands og mitt næsta starf verður á Englandi. Ég held líka að England vilji mig aftur. Það var skemmtilegasti tími ferils míns.“

Mourinho féll úr náðinni hjá eiganda Chelsea, Roman Abramovich og yfirgaf félagið í kjölfarið árið 2007. „Tími minn hjá Chelsea var frábær, bæði sem knattspyrnustjóri og fjölskyldumanns. Fjölskylda mín naut þess mjög mikið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert