Íslendingaliðin töpuðu bæði

Leikmenn Anderlecht fagna öðru marka sinna í leiknum við AEK …
Leikmenn Anderlecht fagna öðru marka sinna í leiknum við AEK í kvöld. Reuters

Íslendingaliðin OB frá Danmörku og AEK frá Grikklandi máttu bæði sætta sig við ósigra í Evrópudeild UEFA í knattspyrnu í kvöld en bæði töpuðu þau 1:2 á heimavelli.

Elfar Freyr Helgason lék í vörn AEK sem beið lægri hlut fyrir Anderlecht í Aþenu, 1:2. Elfari var skipt af velli að loknum fyrri hálfleiknum. AEK hefur tapað öllum fimm leikjum sínum í keppninni og ljóst var fyrir leikinn í kvöld að liðið kæmist ekki áfram.

Rúrik Gíslason var varamaður hjá OB og kom ekkert við sögu þegar liðið tapaði 1:2 fyrir Wisla Kraków frá Póllandi í Óðinsvéum. OB varð að ná í minnsta kosti stig úr leiknum til að eiga möguleika á að fara áfram en liðið sækir Fulham heim í lokaumferð riðlakeppninnar 14. desember.

Leikjum er lokið í þremur riðlum af sex sem fram fara í kvöld og úrslit urðu þessi:

J-RIÐILL:
AEK Larnaca - Maccabi Haifa 2:1
Schalke - Steaua Búkarest 2:1

Schalke er komið áfram en hin þrjú liðin berjast um annað sætið.

K-RIÐILL:
Twente - Fulham 1:0
OB - Wisla Kraków 1:2

Twente er komið áfram en Fulham og Wisla  berjast um annað sætið.

L-RIÐILL:
Lokomotiv Moskva - Sturm Graz 3:1
AEK Aþena - Anderlecht 1:2

Anderlecht og Lokomotiv Moskva eru komin í 32ja liða úrslit.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka