Útilokar ekki að Eiður fari til Örebro

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. mbl.is/Eggert

Arnór Guðjohnsen, umboðsmaður og faðir Eiðs Smára Guðjohnsens, segir ekki útilokað að Eiður gangi til liðs við sænska úrvalsdeildarliðið Örebro. Eiður er sem kunnugt er laus allra mála frá AEK í Aþenu og hefur verið orðaður við ítölsku félögin Pescara og Chievo.

Arnór lék um skeið með Örebro og er talinn besti leikmaðurinn í sögu félagsins, en hann var nokkru eftir ferilinn þar valinn besti erlendi leikmaðurinn sem hefur spilað í sænsku úrvalsdeildinni.

„Hann var í Örebro þegar hann var strákur en hefur annars ekki verið í sambandi við nein lið á Norðurlöndum. Hann kostar hins vegar ekkert og því er ekki útilokað að hann myndi ganga til liðs við Örebro,“ segir Arnór í viðtali við sænska netmiðilinn KaptenBlod.se.

Arnór kveðst eiga góðar minningar frá tíma sínum í Örebro og hafi verið í sambandi við Lennart Sjögren, íþróttastjóra félagsins, af og til undanfarin ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert